Tapar Valur í þriðja sinn í röð eða lifnar yfir Stjörnunni?

ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson reynir að komast framhjá FH-ingnum Ásbirni …
ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson reynir að komast framhjá FH-ingnum Ásbirni Friðrikssyni, sem var góður að vanda. mbl.is/Árni Sæberg

Leikmenn liðanna í Olísdeild karla taka upp þráðinn á morgun eftir nærri hálfs mánaðar hlé frá keppni vegna þátttöku íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Að vísu var einn leikur á fimmtudagskvöldið. Um var að ræða eftirlegukind úr 5. umferð, viðureign ÍR og FH, sem ákveðið var að geyma á fjalli vegna þátttöku FH-inga í EHF-keppninni um líkt leyti og leikir umferðarinnar fóru fram um miðjan október.

Skemmst er að segja frá viðureign ÍR og FH að því miður fyrir ÍR-inga þá tókst þeim ekki að ná sér á strik. Frekar hallaði undan fæti þegar Sveinn Andri Sveinsson, leikstjórnandinn þeirra efnilegi, meiddist í leiknum. Bergvin Þór Gíslason tognaði í aftanverðum lærisvöðva á æfingu á dögunum og verður vart með á næstunni. Án Bergvins og Sveins Andra eru skörð höggvin í sóknarleik ÍR-liðsins sem erfitt gæti reynst að fylla upp í fyrir viðureignina við Hauka í Austurbergi á mánudagskvöld.

Sjá forspjall um handboltaleiki helgarinnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert