Ótrúlegur viðsnúningur Stjörnunnar

Framkonan Ragnheiður Júlíusdóttir skýtur að marki Stjörnunnar í kvöld.
Framkonan Ragnheiður Júlíusdóttir skýtur að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Hari

Stjarnan sótti stig í Framhúsið gegn Íslandsmeisturum Fram eftir 24:24-jafntefli liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir í dramatískum leik.

Það var bara eitt lið sem byrjaði leikinn á réttum tíma er Framarar ruku í 6:1-forystu á fimm mínútum. Þá tók Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, strax leikhlé og gat þá leikurinn loks hafist. Gestirnir svöruðu aðeins fyrir sig og skoraði Þórey Anna Ásgeirsdóttir fimm mörk fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en engu að síður gekk illa að reka smiðshöggið á sóknir liðsins á meðan Sara Sif Helgadóttir varði oft vel í marki Fram.

Framarar tóku aftur á rás um miðjan hálfleikinn og voru mest sjö mörkum yfir, 15:8, áður en Garðbæingar löguðu aðeins stöðuna fyrir hlé. Í þeim síðari gerðu þeir svo gott betur en það þó það og var ótrúlega spenna á lokamínútu leiksins. Þórhildur Gunnarsdóttir, sem átti fínan leik, minnkaði muninn í eitt mark á loka mínútunni áður en Framarar, á óskiljanlegan hátt, nýttu klukkuna ekki er Ragnheiður Júlíusdóttir, sem átti annars ágætan leik, fór í ótímabært og slakt skot sem Hildur Einarsdóttir varði í marki Stjörnunnar. Gestirnir fengu þá tíu sekúndur til að jafna metin og á allra síðustu sekúndu leiksins fiskaði Hanna Guðrún Stefánsdóttir vítakast. Hún steig sjálf á línuna og skoraði til að tryggja gestunum stig eftir að hafa á tíma verið sjö mörkum undir.

Stjarnan er nú með sex stig og áfram í 7. sæti en Fram er í þriðja sæti með 13 stig.

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Fram 24:24 Stjarnan opna loka
60. mín. Leik lokið Gestirnir voru mest sjö mörkum undir en bjarga hér stigi í blálokin eftir ótrúlega lokamínútur. Meistararnir voru klaufar í loka sókninni og Stjarnan refsaði.
mbl.is