Hafdís hafði betur í Íslendingaslag

Hafdís Renötudóttir.
Hafdís Renötudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafdís Renötudóttir og samherjar hennar í Boden höfðu betur gegn Andreu Jacobsen og Kristianstad á heimavelli í efstu deild Svíþjóðar í handbolta í dag, 28:23. 

Boden var með yfirhöndina nánast allan tímann, en staðan í leikhléi var 15:11. Hafdís varði fjögur af tíu skotum sem hún fékk á sig og var því með 40 prósent markvörslu. Andrea skoraði tvö mörk úr fjórum skotum. 

Gengi beggja liða hefur verið slæmt í vetur. Boden er nú með fimm stig í ellefta sæti og Kristianstad í tólfta og neðsta sæti með þrjú stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert