Fimmta rimma Fram og Vals síðan 2010

Karen Knútsdóttir reynir að brjóta sér leið framhjá vörn Vals …
Karen Knútsdóttir reynir að brjóta sér leið framhjá vörn Vals í bikarúrslitaleik Fram og Vals. Haraldur Jónasson/Hari

Annað árið í röð mætast Fram og Valur í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Fram er meistari síðustu ára en Valur á heimaleikjaréttinn þar sem liðið varð deildarmeistari en Fram hafnaði í öðru sæti í Olís-deildinni.

Merkileg er sú staðreynd að þessi Reykjavíkurlið mætast nú í fimmta skipti í úrslitum frá árinu 2010. Þennan áratuginn hafa þessi lið átt sviðið ef frá eru skilin tvö ár þar sem Grótta braut upp Íslandsmótið og varð Íslandsmeistari.

Úrslitarimman hefst 23. apríl og liðin fá því góðan tíma til að undirbúa sig og safna kröftum. Þá verður fyrsti leikurinn á Hlíðarenda á þriðjudegi. Liðin fá aðeins einn leik á milli fyrstu tveggja leikjanna því annar leikurinn verður í Safamýri þriðjudaginn 25. apríl. Þriðji leikurinn verður á Hlíðarenda sunnudaginn 28. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert