Tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandinn

Haukur Þrastarson í leik með Selfyssingum gegn Haukum í úrslitaeinvíginu …
Haukur Þrastarson í leik með Selfyssingum gegn Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson úr liði Íslandsmeistaraliðs Selfoss er tilnefndur sem besti ungi leiksstjórnandi í heimi á árinu af handboltavefnum handball-planet.com.

Haukur, sem er 18 ára gamall, er tilnefndur sem besti leikstjórnandinn ásamt Frakkanum Kylian Villeminot úr liði Montpellier, Slóvenanum Fomen Makuc úr liði Celje Laso og Ungverjanum Matyas Gyori sem leikur með Tatabanya.

Blaðamenn víðs vegar um Evrópu tilnefndu 28 leikmenn, fjóra í hverri stöðu og það eru síðan lesendur handball-planet.com sem taka þá í að velja þá bestu.

Til að taka þátt í valinu, smellið HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert