Glæsilegur sigur á Frökkum í fyrsta leik

Arnór Ísak Haddsson og Arnór Viðarsson voru mjög sterkir.
Arnór Ísak Haddsson og Arnór Viðarsson voru mjög sterkir. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U17 ára landslið drengja í handbolta vann glæsilegan 37:31-sigur á Frakklandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuhátið Evrópuæskunnar í Bakú, Aserbaídsjan í dag. Staðan í hálfleik var 18:13, Íslandi í vil. 

Arnór Viðarsson fór á kostum og skoraði tíu mörk og nafni hans Arnór Ísak Haddsson skoraði sjö mörk. Kristófer Máni Jónasson skoraði fimm mörk og þeir Reynir Freyr Sveinsson, Ísak Gústafsson og Benedikt Gunnar Óskarsson gerðu þrjú mörk hver. 

Íslenska liðið mætir Slóveníu í öðrum leik sínum kl. 12:30 á morgun. 

mbl.is