Ekkert nema bjartsýni í Breiðholtinu

Björgvin Þór Hólmgeirsson er spenntur fyrir tímabilinu.
Björgvin Þór Hólmgeirsson er spenntur fyrir tímabilinu. mbl.is/Árni Sæberg

Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR í handknattleik, er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla en ÍR fór vel af stað í deildinni á mánudaginn síðasta þegar liðið vann sjö marka sigur gegn nýliðum Fjölnis í Grafarvogi í fyrstu umferð deildarinnar, 33:26. ÍR er spáð áttunda sæti deildarinnar af fyrirliðum og þjálfurum liða í deildinni.

„Stemningin er alltaf góð í Breiðholtinu og við erum virkilega bjartsýnir fyrir komandi tímabili. Við erum reynslunni ríkari frá síðustu leiktíð þar sem við vorum loksins komnir á fínt skrið undir restina. Við vorum gríðarlega svekktir að detta út með naumindum í átta liða úrslitum Íslandsmótsins gegn Selfossi síðasta vor. Við ætlum okkur hins vegar að halda áfram að byggja ofan á þann grunn sem við lögðum á síðustu leiktíð og við erum allir tilbúnir í slaginn.

Okkar markmið er fyrst og fremst að fara í alla leiki til þess að vinna þá og við erum ekki að hugsa mikið um það hvar okkur er spáð. Það getur svo mikið gerst á einu tímabili og mér finnst við geta sett markið mun hærra en áttunda sæti. Að sama skapi eru mörg góð lið í deildinni í ár og hún er mjög sterk þannig að þetta verður bara skemmtilegt tímabil reikna ég með.“

Sjáðu greinina í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun en þar er fjallað um lið ÍR og möguleika þess í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert