Rólegt kvöld hjá Íslendingunum

Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjerringbro-Silkeborg hafði betur gegn GOG 32:29 í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað í liði Bjerringibro-Silkeborg. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir GOG en hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson komst ekki blað. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 7 skot í marki GOG og var með 25% markvörslu.

Bjerringibro-Silkeborg er með 11 stig í 4-5 sæti en GOG er í 9. sætinu með 8 stig.

mbl.is