Fjölnismenn slógu Framara úr leik

Fjölnir hafði betur gegn Fram í bikarnum í kvöld.
Fjölnir hafði betur gegn Fram í bikarnum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir hafði betur á móti Fram 27:25 þegar liðin áttust við í 16-liða úrslitum Coca-Cola-bikarkeppni karla í handknattleik í Grafarvogi í kvöld.

Breki Dagsson var markahæstur í liði Fjölnismanna með 9 mörk og þeir Viktor Berg Grétarsson og Goði Ingvar Sveinsson skoruðu 4 mörk hvor.

Þorgrímur Ólafsson var atkvæðamestur í liði Framara með 10 mörk, Matthías Daðason skoraði 5 og Andri Dagur Ófeigsson skoraði 4.

mbl.is