Valsmenn unnu spennuleik á Selfossi

Haukur Þrastarson sækir að marki Vals.
Haukur Þrastarson sækir að marki Vals. mbl.is/Hari

Valur sigraði Selfoss 31:33 í stórskemmtilegum handboltaleik á Selfossi í kvöld. Heimamenn voru í góðri stöðu lengst af leiknum en Valsmenn voru sterkari á lokakaflanum og fögnuðu frábærum sigri.

Selfyssingar leiddu lengst af fyrri hálfleik og staðan var 18:16 í leikhléi. Valsmenn komust yfir þegar tólf mínútur voru eftir, 27:28, og við tók æsispennandi lokakafli þar sem liðin skiptust á að hafa eins marks forystu.

Valsmenn spiluðu betur úr sínum sóknum á lokakaflanum og sigruðu, lyftu sér upp í 3. sætið með 19 stig en Selfoss er áfram í 5. sæti með 17 stig.

Hergeir Grímsson var markahæstur Selfyssinga með 10/5 mörk og Haukur Þrastarson skoraði 9. Einar Baldvin Baldvinsson varði 8/1 skot. Hjá Val var Agnar Smári Jónsson með 9 mörk og Anton Rúnarsson 8/5. Daníel Freyr Andrésson varði 9 skot.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Selfoss 31:33 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Valsmenn spiluðu betur úr hlutunum á æsispennandi lokakafla. Frábær skemmtun þessi leikur hér í kvöld! Gleðileg jól!
mbl.is