Sá fimmti launahæsti í heimi er íslenskur

Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson á góðum degi með …
Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson á góðum degi með landsliðinu. mbl.is/Golli

Samkvæmt samantekt danska handknattleiksmiðilsins bold.dk er íslenskur handboltamaður í fimmta sæti yfir tekjuhæstu leikmenn heims í þeirri íþrótt.

Engar tölur koma fram í fréttinni eða í stuttu myndskeiði sem hbold birti í dag en þar er Aron Pálmarsson, íslenski landsliðsmaðurinn hjá Barcelona, settur í fimmta sæti.

Frakkinn Nikola Karabatic er sagður launahæstur og á hæla hans koma tveir norrænir samherjar hans hjá París SG, Mikkel Hansen og Sander Sagosen en Guðjón Valur Sigurðsson lék við hlið þeirra með franska meistaraliðinu á síðasta tímabili. Aron er samkvæmt þessu launahæsti leikmaðurinn í stórliði Barcelona.

Þessir eru tíu launahæstu handboltamenn heims samkvæmt fréttinni:

1 Nikola Karabatic, Frakkland og París SG
2 Mikkel Hansen, Danmörk og París SG
3 Sander Sagosen, Noregur og París SG
4 Andreas Wolff, Þýskaland og Kielce
5 Aron Pálmarsson, Ísland og Barcelona
6 Domagoj Duvnjak, Króatía og Kiel
7 Julius Kuhn, Þýskaland og Melsungen
8 Luka Cindric, Króatía og Barcelona
9 Rasmus Lauge Schmidt, Danmörk og Veszprém
10 Niklas Landin, Danmörk og Kiel

mbl.is