Enginn íslenskur leikmaður í úrslitum

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG féllu úr keppni …
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG féllu úr keppni í dag. Ljósmynd/HSÍ

Í dag varð það að ljóst að enginn íslenskur handknattleiksmaður muni koma til með að taka þátt í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar þegar lið Viktors Gísla Hallgrímssonar og Elvars Arnar Jónssonar féllu úr leik í undanúrslitunum.

Silfurlið Meistaradeildar Evrópu, Álaborg, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, tryggði sér hins vegar sæti í úrslitunum með 35:31 sigri á GOG.

Viktor Gísli varði þrjú skot í liði GOG.

Þá vann Mors-Thy góðan 33:28 sigur gegn Skjern fyrr í dag.

Elvar Örn skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar fyrir Skjern.

mbl.is