Bjarki raðaði inn í tapi gegn lærisveinum Guðmundar

Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði Lemgo í dag.
Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði Lemgo í dag. AFP

Bjarki Már Elísson fór á kostum í liði Lemgo þegar liðið mátti sætta sig við 28:30 tap á heimavelli gegn lærisveinum Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Melsungen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.

Bjarki Már átti þvílíkan stórleik og skoraði 11 mörk en það dugði þó ekki til.

Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað hjá Melsungen.

Þá tapaði Göppingen, lið Gunnars Steins Jónssonar og Janusar Daða Smárasonar, naumlega fyrir Minden, 23:24.

Gunnar Steinn skoraði eitt mark og blokkaði eitt skot í vörninni. Janus Daði var ekki með vegna meiðsla.

mbl.is