Titilvörnin hefst á Seltjarnarnesi

Íslandsmeistararnir hefja leik gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.
Íslandsmeistararnir hefja leik gegn Gróttu á Seltjarnarnesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrvalsdeild karla í handknattleik hefst fimmtudaginn 16. september með sex leikjum samkvæmt drög að leikjaniðurröðun fyrir deildina sem birtist á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, í dag.

Íslandsmeistarar Vals heimsækja Gróttu í Hertz-höllina á Seltjarnarnesi og nýliðar Kríu taka á móti ÍBV. Þá fá deildarmeistarar Hauka lið Fram í heimsókn.

Önnur umferð úrvalsdeildarinnar fer fram fimmtudaginn 23. september en eftir hana verður svo gert hlé á keppni til 10. október vegna úrslitahelgar bikarkeppninnar 2020-21 sem fer fram mánaðarmótin september/október.

Þá hefst úrvalsdeild kvenna laugardaginn 18. september með heilli umferð en Íslandsmeistarar KA/Þórs hefja titilvörn sína gegn ÍBV á Akureyri.

1. umferðar karla:

HK – KA
Haukar – Fram
Kría – ÍBV
Grótta – Valur
Selfoss – FH
Afturelding – Stjarnan

1. umferð kvenna:

Afturelding - Valur
Fram - Stjarnan
Haukar - HK
KA/Þór - ÍBV

mbl.is