Íslendingaliðið fékk sín fyrstu stig

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Kielce unnu Veszprém í …
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Kielce unnu Veszprém í kvöld. AFP

Pólska Íslendingaliðið Kielce vann góðan sigur á ungverska liðinu Veszprém þegar liðin mættust í Meistaradeild karla í handbolta í kvöld.

Leikið var í Póllandi og Kielce vann 32:29 og  fékk sín fyrstu stig en liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Dinamo Búkarest í fyrstu umferðinni. Veszprém hafði hinsvegar lagt hið öfluga lið París SG að velli í sínum fyrsta leik.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Kielce í kvöld en Haukur Þrastarson, sem er nú kominn inn í hópinn eftir árs fjarveru vegna meiðsla, náði ekki að skora.

Alex Dujshehaev var markahæstur hjá Kielce með 7 mörk en Petar Nenadic var atkvæðamestur í ungverska liðinu með 9 mörk.

mbl.is