Sex mörk Óskars ekki nóg

Óskar Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Drammen í kvöld.
Óskar Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Drammen í kvöld. Ljósmynd/Drammen

Ekkert verður af því að Íslendingaliðin tvö, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla, leiki til úrslita um meistaratitilinn á þessu vori, því Óskar Ólafsson og félagar í Drammen féllu úr keppni í kvöld.

Arendal vann Drammen í hörkuspennandi fjórða leik liðanna, 30:28, og vann því einvígið 3:1, en Drammen hafnaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og Arendal í því þriðja.

Óskar var næstmarkahæstur í liði Drammen með sex mörk.

Arendal mætir því ríkjandi meisturum Elverum í úrslitaeinvíginu en með Elverum leika Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert