Fluttur á sjúkrahús eftir fimm mínútna leik

Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Aftureldingar.
Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Aftureldingar. mbl.is/Unnur Karen

Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, var fluttur á sjúkrahús í kvöld eftir að hafa meiðst eftir aðeins fimm mínútna leik gegn Gróttu í úrvalsdeild karla í handknattleik að Varmá í Mosfellsbæ.

Handbolti.is skýrir frá þessu. Fram kemur að Þorsteinn Leó hafi stokkið upp til að skjóta að marki Gróttu en Birgir Steinn Jónsson hefði farið harkalega á móti honum Þorsteinn fengið högg á andlitið og slæma byltu. Birgir fékk strax rauða spjaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert