Sannfærandi Stjörnukonur með fullt hús

Eva Björk Davíðsdóttir sækir að marki KA/Þórs í kvöld.
Eva Björk Davíðsdóttir sækir að marki KA/Þórs í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Olís deild kvenna í handbolta.

Garðbæingar unnu afar sannfærandi 29:18-sigur á KA/Þór í kvöld og fóru upp í toppsætið fyrir vikið. KA/Þór er í sjötta sæti með tvö stig.

Stjarnan náði fljótlega undirtökunum í leiknum og var staðan 8:4 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og voru hálfleikstölur 14:8.

Stjörnukonur voru áfram sterkari í seinni hálfleik og vann að lokum sannfærandi ellefu marka sigur. 

Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 8, Anna Karen Hansdóttir 5, Britney Cots 5, Stefanía Theodórsdóttir 2, Vigdís Anna Hjartardóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1, Birta María Sigmundsdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.

Varin skot: Darija Zecevic 17.

Mörk KA/Þórs: Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Nathália Baliana 4, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1, Júlía Björnsdóttir 1, Aþena Einvarðsdóttir 1, Anna þyrí Halldórsdóttir.

Varin skot: Matea Lonac 12, Telma Ósk Þórhallsdóttir 1.

mbl.is