Óvænt tap í Frakklandi

Kristján Örn Kristjánsson komst ekki á blað í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson komst ekki á blað í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Örn Kristjánsson og liðsfélagar hans í Aix töpuðu nokkuð óvænt fyrir Ystad IF í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik, riðli Vals, í Frakklandi í kvöld.

Leiknum lauk með 36:34-sigri Ystad IF en Kristján Örn komst ekki á blað hjá franska liðinu í leiknum.

Ystad fer með sigrinum upp í þriðja sæti riðilsins og upp fyrir Val í sex stig en Aix er sem fyrr í öðru sætinu með sex stig. 

Valsmenn, sem gerðu jafntefli við Ferencváros í Ungverjalandi í kvöld, eru í fjórða sætinu með fimm stig.

mbl.is