Frábært að skrifa söguna með þessu liði

Andri á æfingu Valsliðsins í Grikklandi.
Andri á æfingu Valsliðsins í Grikklandi. mbl.is/Jóhann Ingi

Andri Finnsson er einum sigri frá því að verða Evrópubikarmeistari með uppeldisfélagi sínu Val. Valsliðið mætir Olympiacos frá Grikklandi í Aþenu klukkan 17 á morgun. Búist er við mikilli stemningu í körfuboltahöll Olympicos sem er glæsilegt mannvirki.

„Maður hefur séð myndbönd af stemningunni í körfunni og fótboltanum þarna. Ef sú stemning verður þarna verður gaman að spila í svona miklum hávaða og með stúkuna á móti sér,“ sagði Andri við mbl.is.

Valur vann fyrri leikinn 30:26 og er því í finni stöðu fyrir seinni leikinn í dag. Með sigri verður Valur fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópukeppni.

„Það eru algjör forréttindi að fá að spila þessa leiki. Það eru margir sem fá aldrei að upplifa þetta á sínum ferli. Þetta er geðveikt lið sem við erum með núna og það væri frábært að skrifa söguna með þessu liði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert