Lygileg stemning á úrslitaleik Vals (myndskeið)

Þegar þessi frétt er skrifuð er hálfleikur í leik Vals og Olympiacos, seinni úrslitaleik liðanna í úrslitum Evrópubikarsins. Er gríska liðið með forskot, 16:11, og í leiðinni með eins marks forskot í einvíginu. 

Stemningin í Friðar- og vináttuhöllinni í Aþenu er stórkostleg og sjá 7.000 grískir stuðningsmenn um að mynda mestu stemninguna, þótt um 100 stuðningsmenn Vals láta líka í sér heyra.

Hér fyrir neðan má sjá stórkostlega stemningu Grikkjanna í Aþenu á myndbandi sem blaðamaður mbl.is tók í höllinni á meðan á leik stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert