Stemning þrátt fyrir rigningu

Það rigndi duglega á landsmótsgesti, sem voru við öllu búnir.
Það rigndi duglega á landsmótsgesti, sem voru við öllu búnir. Arnþór Birkisson

Annar dagur Landsmóts hestamanna í Víðidal hófst á keppni í B-flokki klárhesta. Eftir jafna og skemmtilega keppni var ljóst að Nökkvi frá Syðra-Skörðugili varð hæstur með 8,988 stig, en hann var einnig landsmótssigurvegari árið 2016. Rétt á eftir honum varð Ljósvaki frá Valstrýtu með 8,926 og þriðji Hátíð frá Forsæti II með 8,838. Má því ætla að milliriðlakeppnin í B-flokki á miðvikudag verði æsispennandi.

Eftir hádegi var úrhellisrigning og litaðist áhorfendabrekkan af regnhlífum og litríkum regnstökkum. Margir kusu að sitja í útilegustólum í brekkunni og létu rigninguna ekkert á sig fá. Einnig kusu margir að sitja inni í reiðhöll þar sem keppnin var sýnd á stórum skjáum. Áfram voru matsöluvagnarnir vinsælir og höfðu einhverjir orð á því að þetta væri veður fyrir kjötsúpu, en kjötsúpuangan lagði um reiðhöllina (nú mathöllina).

Síðdegis í gær fór einnig fram forkeppni í ungmennaflokki, sem eru 18-21 árs knapar. Alls kepptu 89 ungmenni í dag. Niðurstöður liggja ekki enn fyrir en þær verða birtar eftir að þær hafa verið gerðar ljósar. ninag@mbl.is

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »