Segja að Hart verði úti í kuldanum

Joe Hart niðurlútur eftir tapið gegn Íslendingum á EM fyrir …
Joe Hart niðurlútur eftir tapið gegn Íslendingum á EM fyrir tveimur árum. AFP

Enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að markvörðurinn Joe Hart verði ekki í 23 HM-hópi Englendinga en landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate mun opinbera landsliðshópinn á morgun.

Talið er að Nick Pope liðsfélagi Jóhans Bergs Guðmundssonar verði þriðji markvörðurinn í HM-hópi Englendinga ásamt Jordan Pickford úr Everton Jack Butland, sem leikur með Stoke City.

Hart á að baki 75 leiki með enska landsliðinu en hann lék sem lánsmaður með West Ham á nýafstaðinni leiktíð. Hann átti ekki góðu gengi að fagna með Lundúnaliðinu og missti sæti í byrjunarliðinu. Hart lék alla leiki Englendinga á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum og margir kenndu honum um sigurmark Kolbeins Sigþórssonar í fræknum sigri Íslendinga í 16-liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert