Munum skilja sálina eftir á vellinum

Sergio Agüero tekur skot á markið á æfingu argentínska landsliðsins ...
Sergio Agüero tekur skot á markið á æfingu argentínska landsliðsins í gær. AFP

Willy Caballero segir að Argentínumenn séu klárir í slaginn fyrir HM en þeir mæta Íslendingum í Moskvu á laugardaginn.

Caballero sem er 36 ára og leikmaður Chelsea mun að öllum líkindum verja mark Argentínumanna en Sergio Romero aðalmarkvörður Argentínumanna meiddist í síðasta mánuði og spilar ekki á HM.

„Aðalmálið er að vera tilbúinn fyrir leikinn á laugardaginn og ég er sannfærður að við mætum vel undirbúnir til leiks. Við höfum æft vel og erum í góðu standi.

„Þetta á eftir að verða mjög erfitt en við munu gefa okkur alla í hvern einasta leik. Við munum skilja sálina eftir á velinum og vonandi verður það til þess að við förum lengra heldur en síðast,“ sagði Caballero en Argentína tapaði fyrir Þýskalandi 1:0 í framlengdum úrslitaleik á Hm í Brasilíu fyrir fjórum árum.

mbl.is