Flugvél Sádi-Araba varð að nauðlenda

Flugvél sem flutti leikmenn og starfslið Sádi-Arabíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússland varð að nauðlenda í Rostov í kvöld vegna vélarbilunar.

Hópurinn var að ferðast til annars flugvallar í borginni þar sem undirbúningur á að hefjast fyrir leik liðsins gegn Úrúgvæ í A-riðli heimsmeistaramótsins þar í landi.

Í Twitter færslu sádiarabíska knattspyrnusambandsins segir að flugvélinni hafi verið nauðlent á flugvellinum Rostov-on-Don vegna vélarbilunar en að öllum farþegum heilsist vel. Hópurinn mun nú halda ferðalagi sínu áfram og vonast eftir betri úrslitum en í fyrsta leik keppninnar er Sádi-Arabía steinlá 5:0-gegn gestgjöfunum í Rússlandi.

Landsliðshópur Sádi-Arabíu hefur átt betri daga.
Landsliðshópur Sádi-Arabíu hefur átt betri daga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert