Brassar sem halda með Íslandi

Brasilíumennirnir eldhressir í Moskvu.
Brasilíumennirnir eldhressir í Moskvu. mbl.is/Kris

Stuðningsmenn hinnar miklu knattspyrnuþjóðar Brasilíu, gefa sér greinilega tíma til að gefa íslenska landsliðinu gaum á HM, eins og mbl.is rak sig á í Moskvu. 

Blaðamaður mbl.is hitti nokkra brasilíska knattspyrnuunnendur fyrir utan Spartak-leikvanginn að loknu jafntefli Íslands og Argentínu. 

Voru hinir brasilísku hæstánægðir en þeim leiðist svo sem ekki að sjá Argentínumenn tapa stigum á fótboltavellinum svona alla jafna. 

Sú var þó ekki eina skýringin í þetta skiptið því þessir brasilísku stuðningsmenn halda með Íslandi á HM ásamt Brasilíu. Er það ekki bara í orði heldur einnig á borði því þessir félagar létuu gera sérstaka boli þar sem Brasilía og Ísland fá jafnmikið pláss. Sögðu þeir bolina undirstrika að þeir haldi með tveimur þjóðum á HM, Brasilíu sem fimm sinnum hefur sigrað í keppninni og Íslandi sem þar þreytir nú frumraun sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert