Lustic stoltur af árangri Svíþjóðar

Mikael Lustig að fá sitt annað spjald í keppninni og ...
Mikael Lustig að fá sitt annað spjald í keppninni og verður því í leikbanni gegn Englandi í 8-liða úrslitum. AFP

Mikael Lustig, hægri bakvörður sænska landsliðsins, segir að gleðin við að hjálpa Svíum að komast í 8-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu yfirskyggi vonbrigðin að missa af leiknum vegna leikbanns.

Lustig fékk sitt annað spjald í keppninni á 32. mínútu þegar hann togaði niður Josip Drmic.

„Við höfum komist í 8-liða úrslit og það er stórt afrek. Þetta er frábært og mér finnst við eiga það skilið. Hvernig við berjumst og spilum fótbolta, við gerum þetta fyrir landið okkar og erum mjög stoltir.“

mbl.is