Með risatilboð í Coutinho

Philippe Coutinho ásamt Neymar á HM í Rússlandi.
Philippe Coutinho ásamt Neymar á HM í Rússlandi. AFP

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að franska meistaraliðið Paris SG hafi gert Barcelona risatilboð í brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho.

Parísarliðið er sagt reiðubúið að greiða 270 milljónir evra fyrir brasilíska miðjumanninn en Barcelona keypti Coutinho frá Liverpool í janúar fyrir um 160 milljónir evra.

Barcelona er hins vegar ekki reiðubúið að selja Coutinho nema Paris SG greiði 400 milljónir evra en það er sú upphæð sem þarf að reiða fram til að kaupa upp samning Brasilíumannsins.

Coutinho kom við sögu í 22 leikjum Barcelona á síðustu leiktíð. Hann skoraði í þeim leikjum 10 mörk og gaf 6 stoðsendingar.

mbl.is