Óeirðir í Brussel eftir óvænt tap Belga

Götuóeirðir brutust úr í Brussel í dag eftir leik karlalandsliðsins …
Götuóeirðir brutust úr í Brussel í dag eftir leik karlalandsliðsins gegn Morokkó. AFP

Óeirðir brutust út í miðborg Brussel í Belgíu í dag eftir að karlalandslið Belga tapaði 2 - 0 fyrir Marokkó á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar í dag. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælu á mannfjöldann. 

Tugir ósáttra fótboltaaðdáenda brutu glugga í verslunum, kastaði flugeldum á götum úti og kveiktu í bílum. 

Mikill viðbúnaður lögreglu

Óeirðirnar brutust út áður en flautað var til leiksloka í Katar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Í tilkynningunni segir enn fremur að óeirðarmennirnir hafi margir hverjir verið vopnaðir prikum. 

Lögregla beitti táragasi.
Lögregla beitti táragasi. AFP

Um hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum lögreglu og var íbúum borgarinnar ráðlagt að forðast hluta miðborgarinnar. Þá var götum og lestarstöðvum lokað til að koma í veg fyrir að óeirðirnar myndu brjótast víðar út. 

„Ég fordæmi harðlega það sem gerðist síðdegis í dag. Lögreglan hefur nú þegar skorist í leikinn af hörku,“ tísti Philippe Close, borgarstjóri Brussels.

Uppfært 20.50

Í frétt AFP var ekki minnst á hvort óeirðarseggirnir í Brussel væru aðdáendur Belgíu eða Marokkó en víst er að marokkóskum fótboltaaðdáendum er um að kenna í fjórum hollenskum borgum. 

Um 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum lögreglu í Brussel …
Um 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum lögreglu í Brussel í dag. AFP
Fána Marokkó var víða flaggað um borgina.
Fána Marokkó var víða flaggað um borgina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert