Segir Brasilíumenn sýna vanvirðingu

Leikmenn brasilíska liðsins dansa í gær.
Leikmenn brasilíska liðsins dansa í gær. AFP/Manan Vatsyayana

Roy Keane, fyrrverandi knattspyrnumaður hjá Manchester United, segir leikmenn brasilíska landsliðsins sýna andstæðingum sínum vanvirðingu með því að fagna mörkum með dansi. 

Brasilía vann öruggan 4:1-sigur á Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum HM í Katar í gær og fögnuðu brasilísku leikmennirnir vel og innilega, m.a. með því að dansa. Írinn var ekki hrifinn af slíku.

„Ég hef aldrei séð svona mikinn dans. Ég trúi ekki mínum eigin augum. Fólk segir að þetta sé hluti af þeirra menningu, en mér þykir þetta vera vanvirðing,“ sagði Keane á ITV, þar sem hann er sérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar á HM í Katar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert