Fimmtíu þúsund áhorfendur á HM leik?

Handboltavöllurinn á Stade Pierre Mauroy leikvanginum. Pláss fyrir 28 þúsund …
Handboltavöllurinn á Stade Pierre Mauroy leikvanginum. Pláss fyrir 28 þúsund áhorfendur. Þjóðverjar stefna á að vera með 50 þúsund áhorfendur á kappleik á HM 2019. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Þjóðverjar stefna að háleitu markmiði þegar þeir ásamt Dönum verða gestgjafarar heimsmeistaramóts karla í handknattleik eftir tvö ár. Þeir hyggjast freista þess að ná 50 þúsund á að minnsta kosti einn leik í keppninni.

Þýskir og danskir fjölmiðlar greina frá þessu. Forráðamenn heimsmeistaramótsins 2019 horfa m.a. til Esprit Arena, heimavallar Fortuna Düsseldorf. Þar tókst fyrir skömmu að laða 50 þúsund áhorfendur á íshokkíleik.

Á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Frakklandi var knattspyrnuleikvanginum í Lille, Stade Pierre Mauroy, breytt þannig að komið var fyrir handboltavelli og sætum fyrir 28 þúsund áhorfendur. Uppselt var á báða leikina sem þar fóru fram sem voru viðureignir Frakkar við Íslendinga og Svía í 16 og 8-liða úrslitum.  Um leið var sett áhorfendamet á kappleik á heimsmeistaramóti.

Þjóðverjar hafa reynslu af því að breyta knattspyrnuleikvöngum til keppni í handbolta. M.a. var heimavelli Schalke breytt fyrir nærri hálfum öðrum áratug og nú síðast leikvanginum í Frankfurt fyrir um þremur árum. Þá sáu rúmlega 44 þúsund áhorfendur viðureign Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg.  Það er metfjöldi á handboltaleik í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert