Metaðsókn á leiki HM í ár

Metaðsókn var á HM í Danmörku og Þýskalandi.
Metaðsókn var á HM í Danmörku og Þýskalandi. AFP

Alls seldust 906.283 miðar á leikina á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Þýskalandi og Danmörku, en það er nýtt met á HM í handbolta. Að meðaltali sóttu 9.440 áhorfendur hvern leik á mótinu. 

Áður höfðu flestir miðar selst á HM í Þýskalandi árið 2007 eða 750.000 miðar. Á HM í Frakklandi árið 2017 seldust 553.000 miðar og HM í Katar 2015 seldi 306.000 miða. 

Hjálpaði til að mótið var haldið í tveimur löndum í stað eins og með milliriðlum urðu leikirnir fleiri og auðvitað áhorfendur með. Einnig hjálpaði að báðar heimaþjóðirnar komust langt á mótinu. 

Með mótinu í ár tók HM í handbolta fram úr HM í íshokkí með aðsókn. 520.000 manns sóttu HM í íshokkíi á síðasta ári. Fótbolti er enn með yfirburði yfir aðsókn á HM en rúmar 3 milljónir sóttu HM í Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert