Ólafur hefur lokið þátttöku á HM

Ólafur Andrés Guðmundsson varð fyrir meiðslum á læri og Elís …
Ólafur Andrés Guðmundsson varð fyrir meiðslum á læri og Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari skoðaði hann vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur tilkynnt að hann taki ekki frekari þátt á HM 2023 í Svíþjóð og Póllandi vegna meiðsla á læri.

Ólafur Andrés tók þátt í einum leik, 38:25 stórsigri á Suður-Kóreu á sínum gamla heimavelli í Kristianstad, á mótinu.

Hann meiddist svo á æfingu í Gautaborg í gær og nú er ljóst að Ólafur Andrés kemur ekki meira við sögu.

„Drauma HM endaði ekki alveg eins og ég hafði vonað, því miður er mótið búið fyrir mig vegna meiðsla á læri. Þvílík upplifun að fá að spila stórmót á sínum heimavelli og með þennan stuðning.

Eitthvað sem ég er ótrúlega þakklátur fyrir og mun aldrei gleyma! Nú mun ég gera eins og restin af þjóðinni og standa við bakið á strákunum því þetta er rétt að byrja,“ skrifaði hann á Instagram-aðgangi sínum í dag.

Ólafur Andrés íbygginn á svip í gær.
Ólafur Andrés íbygginn á svip í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hlúð að meiðslum Ólafs í gær.
Hlúð að meiðslum Ólafs í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Ólafur Andrés haltrar inn í búningsklefa í gær.
Ólafur Andrés haltrar inn í búningsklefa í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is