Þurfa að læra að vinna

Björgvin Páll Gústavsson er sá eini í íslenska landsliðinu sem …
Björgvin Páll Gústavsson er sá eini í íslenska landsliðinu sem lék á Ólympíuleikunum 2008. mbl.is/Kristinn Magnússon

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson, reyndasti landsliðsmaður Íslands í handbolta, upplifði blendnar tilfinningar eftir 41:37-sigur íslenska liðsins á því brasilíska í lokaleik liðsins á heimsmeistaramótinu í Gautaborg á sunnudaginn var.

Markvörðurinn var sá eini í leikmannahópi íslenska liðsins á HM sem var bæði í silfurliðinu frá því á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsliðinu frá Evrópumótinu í Austurríki tveimur árum síðar. Hann sagði möguleikana fyrir hendi hjá íslenska liðinu í dag til að vinna til verðlauna á stórmótum.

„Við þurfum að halda áfram að gera nákvæmlega það sama og við höfum verið að gera. Þetta þarf að falla með okkur líka. Við erum á góðum stað að mörgu leyti. Við spiluðum ekki margar lélegar mínútur á þessu móti. Við þurfum að kunna að vinna og við þurfum að læra það hægt og rólega.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »