Björninn á enn möguleika

Hilmar Sverrisson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Hilmar Sverrisson skoraði þrjú mörk í kvöld.

Björninn á enn möguleika á að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi eftir 7:2-sigur á SR í Skautahöllinni í Reykjavík í kvöld. Hilmar Sverrisson var í stuði og skoraði þrjú marka Bjarnarins.

Kári Guðlaugsson kom SR yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik en Andri Helgason og Edmunds Induss sáu til þess að staðan var 2:1 fyrir Björninn eftir fyrsta leikhlutann. Björninn stakk svo af í 2. leikhluta þar sem Ellert Þórisson, Hilmar Sverrisson og Artjoms Dasutings skoruðu allir og breyttu stöðunni í 5:1. 

Hilmar skoraði svo tvö mörk í 3. leikhluta og var staðan 7:1, áður en Kári Guðlaugsson lagaði stöðuna með sínu öðru marki og þar við sat. Með sigrinum fór Björninn upp í 31 stig og er nú sjö stigum frá SA, sem er í 2. sæti. SA á fjóra leiki til góða og fer langleiðina með að að skilja Björninn eftir með sárt ennið með sigri á toppliði Esju á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert