Axel og félagar náðu forystu

Axel Kárason var í eldlínunni í dag.
Axel Kárason var í eldlínunni í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Axel Kárason og félagar í danska körfuknattleiksliðinu Svendborg Rabbits tóku forystu í einvíginu við Næstved í 8-liða úrslitum dönsku deildarinnar í körfubolta. Svendborg vann fyrsta leikinn í dag, 72:67 á útivelli, en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslit.

Næstved endaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og Svendborg hafnaði í fimmta sæti.

Næsteved byrjaði leikinn mun betur og var staðan í hálfleik 45:24. Svendborg kom hins vegar til baka í seinni hálfleik og vann glæsilegan sigur. Axel skoraði fimm stig og tók átta fráköst. 

Stefan Bonneau, fyrrum leikmaður Njarðvíkinga, skoraði 14 stig í leiknum, en Arnar Guðjónsson þjálfar liðið. 

mbl.is