KR sækir Kana úr Borgarnesi

Jalen Jenkins verður áfram hjá KR og því tveir Kanar ...
Jalen Jenkins verður áfram hjá KR og því tveir Kanar hjá liðinu. mbl.is/Golli

Íslandsmeistarar KR í körfuknattleik hafa bætt við öðrum bandarískum leikmanni í lið sitt og hafa samið við Zac Carter sem leikið hefur með Skallagrími í 1. deildinni í vetur.

Carter er 23 ára gamall sem hefur skorað 27 stig að meðaltali með Borgnesingum í vetur, en fyrir hjá KR er Jalen Jenkins og verður áfram.

Karfan.is greindi frá þessu og þar segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, að vegna mikilla meiðsla lykilmanna hafi verið nauðsynlegt að bæta við öðrum leikstjórnanda.

Skallagrímur hefur þegar samið við annan bandarískan leikmann, Aaron Parks að nafni, sem átti að koma til landsins strax í dag.

mbl.is