KR fékk engan afslátt frá Hetti

Björn Kristjánsson var stigahæstur hjá KR í kvöld.
Björn Kristjánsson var stigahæstur hjá KR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Það er óhætt að segja að botnlið Hattar á Egilsstöðum hafi komið rækilega á óvart í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir mættu Íslandsmeisturum KR á Egilsstöðum. Leikurinn endaði með 10 stiga sigri Íslandsmeistaranna, 91:81, en Höttur, sem ekki hefur unnið leik í vetur, var yfir stóran hluta leiksins og hleypti KR aldrei langt fram úr sér.

Höttur var hærri að stigum þegar liðin skildu í hálfleik, 44:41, en eftir það fór KR að síga fram úr. Hæst komust þeir í 13 stiga forskot. Hattarar voru nálægt því að jafna leikinn á 36. mínútu þegar þeir komust í stöðuna 73:74 en komust aldrei nálægt því aftur.

Stigahæstur í leiknum var Kelvin Lewis í liði Hattar með 32 stig. Næstur honum voru Björn Kristjánsson í KR og Andrée Fares Michelsson í Hetti hvor um sig með 20 stig. Auk þess að vera langstigahæstur var Kelvin með 10 fráköst og 7 stoðsendingar.

Höttur situr sem fyrr segir á botni deildarinnar, stigalaus, en KR í því fjórða með 12 stig.

Höttur 81:91 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is