Systkini dæmdu saman í fyrsta sinn

Davíð Tómas Tómasson.
Davíð Tómas Tómasson. Ljósmynd/KKÍ

Það var söguleg stund í körfuboltaheiminum hér á landi í kvöld þar sem systkini dæmdu í fyrsta sinn saman leik í efstu deild karla þegar Grindavík vann háspennusigur á Val suður með sjó, 90:89.

Þau Davíð Tómas Tómasson og Georgia Olga Kristiansen dæmdu þá saman í fyrsta sinn, en Georgia var fyrr í vetur fyrsta konan til þess að dæma í efstu deild hér á landi.

Þá náði Davíð Tómas einnig stórum áfanga í síðasta mánuði þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik sem alþjóðlegur FIBA-dómari.

mbl.is