Smástelpur gegn kvenskörungum

Jóhanna Björk Sveinsdóttir í leiknum í dag.
Jóhanna Björk Sveinsdóttir í leiknum í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Það er mjög erfitt að kyngja þessu,“ sagði Jóhanna Björk Sveinsdóttir, leikmaður Skallagríms, í samtali við mbl.is eftir 78:75-tap gegn Skallagrími í undanúrslitum Maltbikars kvenna í körfubolta í dag. 

Jóhanna segir að hausinn á liðsmönnum Skallagríms hafi verið örlagavaldur í dag. 

„Hausinn vann á móti okkur. Við vorum mjög slappar andlega og það þurfti lítið til að brjóta okkur niður. Þær komust á smá „run“ og komust yfir og við urðum að einhverjum smástelpum á móti ofvaxtar-kvenskörungum.“

„Þær héldu alltaf haus. Þær ætluðu alltaf að vinna þetta. Þegar þær komust á skrið brotnuðum við niður andlega og komum okkur aldrei í gang.“

Þrátt fyrir að Njarðvík sé án stiga á botni Dominos-deildarinnar segir Jóhanna ekki að um vanmat hafi verið að ræða. 

„Þetta var ekki vanmat. Okkar helsti keppninautur vorum við sjálfar. Við þurftum að koma okkur í gírinn og ná að halda haus alltaf. Þær eru með mjög gott lið og það er tímaspursmál hvenær þær vinna leiki í deildinni. Þær eru búnar að vinna þrjú sterk úrvalsdeildarlið, þær munu vinna leiki í vetur, bara vonandi ekki á móti okkur aftur.“

Skallagrímur hefur nú komist í undanúrslit tvö ár í röð án þess að vinna bikarinn. 

„Það er ömurlegt,“ sagði hún að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert