Ísland steinlá – Skoraði 6 stig í seinni hálfleik

Helena Sverrisdóttir skoraði 22 af 37 stigum Íslands í kvöld.
Helena Sverrisdóttir skoraði 22 af 37 stigum Íslands í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik steinlá fyrir Svartfellingum, 69:37, þegar liðin áttust við í undankeppni Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld.

Ísland var yfir eftir fyrsta leikhlutann, 14:12, þar sem Helena Sverrisdóttir skoraði 11 af stigum íslenska liðsins. Svartfellingar sigu fram úr í öðrum leikhlutanum og í hálfleik voru þeir yfir, 35:31.

Leikur íslenska liðsins hrundi gjörsamlega í seinni hálfleik líkt og í leiknum gegn Bosníu um síðustu helgi. Ísland skoraði aðeins 6 stig í öllum seinni hálfleiknum, 3 stig í hvorum leikhluta.

Helena Sverrisdóttir bar af í íslenska liðinu en hún skoraði 22 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum.

Sjá tölfræðina í leiknum

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla