Úrslitakeppnin hefst á fimmtudag

Israel Martin, þjálfari Tindastóls, lengst til vinstri ásamt leikmönnum þeirra ...
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, lengst til vinstri ásamt leikmönnum þeirra sjö liða sem leika í úrslitakeppninni. Ljósmynd/KKÍ

Úrslitakeppni í Dominos-deild karla í körfuknattleik hefst á fimmtudagskvöldið en átta lið leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Á fimmtudagskvöldið eigast við ÍR og Stjarnan annars vegar og hins vegar Íslandsmeistarar KR og Njarðvík.

Á föstudagskvöldið leika deildarmeistarar Hauka gegn Keflavík og Tindastóll fær Grindavík í heimsókn.

Leikirnir í átta liða úrslitunum

mbl.is