Sigurður Gunnar í ÍR

Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur skrifað undir samning við ÍR og mun hann spila með liðinu á komandi leiktíð. Sigurður lék síðast með Grindavík og skoraði 13 stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur. 

Sigurður á 54 landsleiki að baki og hefur hann leikið með Solna í Svíþjóð og grísku liðunum Doxas og AEL, auk Keflavíkur og KFÍ. Hann varð Íslands­meist­ari með Grinda­vík árin 2012 og 2013 og bikar­meist­ari árið 2014. Karfan.is greindi frá. 

mbl.is