Stjarnan samdi við þrjá til viðbótar

Nýjustu leikmenn Stjörnunnar ásamt Pétri Má Sigurðssyni, þjálfara.
Nýjustu leikmenn Stjörnunnar ásamt Pétri Má Sigurðssyni, þjálfara. Ljósmynd/karfan.is

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við þrjá nýja leikmenn sem munu spila með liðinu á komandi leiktíð. Ragnheiður Benónýsdóttir kemur frá Val, Alexandra Eva Sverrisdóttir frá Njarðvík og Vigdís María Þórhallsdóttir frá Grindavík. 

Ragnheiður skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst að meðaltali fyrir Val á síðustu leiktíð, en hún kom mestmegnis af bekknum. 

Alexandra er 17 ára bakvörður. Hún hefur leikið stórt hlutverk í yngri landsliðum Íslands síðustu ár, í fyrra með U16 og U18 í ár. Hún á nokkra leiki að baki með Njarðvík í efstu deild. Vigdís er einnig 17 ára og hefur leikið með U16 ára landsliðinu. 

Bríet Sif Hinriksdóttir endurnýjaði svo samning sinn við Stjörnuna. Hún skoraði 13 stig og tók fjögur fráköst að meðaltali í leik síðasta vetur. Karfan.is greindi frá í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert