Meistararnir sterkari en nýliðarnir

Eyjólfur Ásberg Halldórsson sækir að körfu KR í kvöld en …
Eyjólfur Ásberg Halldórsson sækir að körfu KR í kvöld en til varnar er Björn Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar KR höfðu betur gegn Skallagrími, 109:93 í 1. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en KR-ingar voru sterkari í síðari hálfleik. 

Leikurinn byrjaði mjög vel og var fyrri hálfleikur hraður og skemmtilegur og mikið var skorað. Liðin voru hnífjöfn framan af og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 28:26, KR í vil. Gestirnir byrjuðu annan leikhluta betur og voru mest fimm stigum yfir um miðbik hans.

Skallagrímsmenn voru hins vegar klaufar í vörninni og brutu oft á sér sem varð til þess að KR fékk skotrétt snemma í leikhlutanum og með því auðveldar körfur á vítalínunni, ásamt því að Orri Hilmarsson var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna.

Staðan í hálfleik var því 58:52, KR í vil. Julian Boyd, sem var að spila sinn fyrsta leik hér á landi fór af kostum í hálfleiknum og skoraði 26 stig í öllum litum regnbogans. 

KR fór vel af stað í seinni hálfleik og þriggja stiga karfa Björn Kristjánssonar breytti stöðunni í 66:52, þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Gestirnir neituðu hins vegar að gefast upp og minnkuðu muninn í sjö stig  stuttu síðar, 76:69. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var hins vegar 86:75, KR í vil. 

KR-ingar bættu við forskotið í fjórða leikhluta og öruggur sigur Íslandsmeistaranna varð að lokum staðreynd. Julian Boyd átti stórleik hjá KR og skoraði 38 stig. Matej Buovac gerði 25 stig fyrir Skallagrím. 

KR 109:93 Skallagrímur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert