Snæfell hafði betur gegn meisturunum

Kristen McCarthy átti stórleik með Snæfelli gegn Keflavík.
Kristen McCarthy átti stórleik með Snæfelli gegn Keflavík. mbl.is/Hari

Snæfell gerði sér lítið fyrir og lagði bikarmeistara Keflavíkur að velli í Stykkishólmi í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í dag, 87:75.

Það var mikið skorað framan af leiks og var Snæfell með 14 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 34:20, og var svo staðan 50:36-í hálfleik, heimakonum í vil. Að lokum unnu Snæfellingar svo tólf stiga stigur en Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en Snæfell unnið sína tvo.

Stigahæst í liði Snæfells var Kristen Denise McCarthy með 28 stig en þá tók hún einnig tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Brittanny Dinkins var með 35 stig fyrir Keflavík og átti stórleik eins og svo oft áður en það dugði ekki til.

Gangur leiksins:: 8:0, 17:12, 24:16, 31:18, 36:23, 44:30, 48:30, 50:36, 55:42, 61:45, 70:52, 73:55, 78:60, 83:66, 85:68, 87:75.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 28/15 fráköst/8 stoðsendingar/10 stolnir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 20, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Angelika Kowalska 8/4 fráköst, Katarina Matijevic 7/12 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst/7 stoðsendingar, Heiða Hlín Björnsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/6 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 17/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 5, Embla Kristínardóttir 3/4 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 2, Birna Valgerður Benónýsdóttir 2, Elsa Albertsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Einar Þór Skarphéðinsson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert