Snæfell áfram í toppsætinu

Snæfell er á toppi Dominos-deildarinnar.
Snæfell er á toppi Dominos-deildarinnar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Snæfell vermir áfram toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir 80:69-heimasigur á Breiðabliki í 8. umferðinni í dag. Stjarnan vann fyrsta leikhluta 30:19 og náði Breiðablik ekki að ógna forskotinu eftir það. 

Kristen McCarthy og Gunnhildur Gunnarsdóttir voru stigahæstar hjá Snæfelli með 21 stig hvor og Berglind Gunnarsdóttir skoraði 15 stig. Kelly Faris og Sanja Orazovic skoruðu 24 stig hvor fyrir Breiðablik, sem er í botnsætinu án stiga. 

Valur vann sinn þriðja sigur í deildinni er liðið mætti Skallagrími í Borgarnesi. Lokatölur urðu 96:74, Val í vil. Skallagrímur vann fyrsta leikhlutann, 29:25, en Valur vann síðustu þrjá leikhlutana og leikinn sannfærandi í leiðinni. 

Heather Butler skoraði 25 stig fyrir Val og Maja Michalska gerði 18 fyrir Skallagrím. Með sigrinum jafnaði Valur Skallagrím á stigum og eru liðin með sex stig í fimmta og sjötta sæti. 

Skallagrímur - Valur 74:96

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 11. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 10:5, 17:10, 23:19, 29:25, 32:31, 34:39, 39:46, 44:49, 47:59, 50:66, 54:72, 62:76, 69:78, 69:83, 71:88, 74:96.

Skallagrímur: Maja Michalska 18/8 fráköst, Shequila Joseph 17/6 fráköst/12 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11, Bryesha Blair 11/6 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 11/4 fráköst, Ines Kerin 6.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Heather Butler 25/6 fráköst/7 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 15, Bergþóra Holton Tómasdóttir 13, Ásta Júlía Grímsdóttir 9/12 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/6 fráköst, Simona Podesvova 2/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 168

Snæfell - Breiðablik 80:69

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 11. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 2:4, 21:14, 25:18, 30:19, 34:21, 40:31, 41:33, 49:39, 55:44, 59:49, 61:49, 63:54, 71:58, 74:60, 74:62, 80:69.

Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 21/4 fráköst, Kristen Denise McCarthy 21/12 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Katarina Matijevic 11/7 fráköst, Angelika Kowalska 10/10 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Kelly Faris 24/12 fráköst, Sanja Orazovic 24/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 11/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/7 fráköst, Björk Gunnarsdótir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Aron Runarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert