Gríska undrið stöðvaði sigurgönguna

Giannis Antetokounmpo átti stórleik.
Giannis Antetokounmpo átti stórleik. AFP

Milwaukee Bucks stöðvaði sigurgöngu Houston Rockets á heimavelli í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Þá vann Boston Celtics sögulegan sigur.

Giannis Antetokounmpo, oft nefndur gríska undrið, fór á kostum þegar Milwaukee vann Houston 116:109. Hann skoraði 27 stig og tók 21 frákast. James Harden var sem fyrr atkvæðamestur hjá Houston með 42 stig og 11 fráköst. Þetta var fyrsta tap Houston á heimavelli eftir tíu sigra í röð.

Boston Celtics vann risasigur á Indiana Pacers, 135:108. Celtics hefur ekki skorað svona mörg stig gegn Pacers síðan árið 1990 þegar liðið vann 152:132, og þá er þetta stærsti sigur liðsins í þessari rimmu síðan 1987 þegar Celtics vann 130:100.

Los Angeles Lakers vann Detroit Pistons 113:100 þar sem Kyle Kuzma skoraði 41 stig á aðeins 29 mínútum, það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu. Enn er Lakers að spila án LeBron James, sem meiddist á jóladag.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Boston Celtics – Indiana Pacers 135:108
Washington Wizards – Philadelphia 76ers 123:106
Brooklyn Nets – Atlanta Hawks 116:100
Houston Rockets – Milwaukee Bucks 109:116
Memphis Grizzlies – San Antonio Spurs 96:86
New Orleans Pelicans – Cleveland Cavaliers 140:124
Dallas Mavericks – Phoenix Suns 104:94
Utah Jazz – Orlando Magic 106:93
Portland Trail Blazers – Chicago Bulls 124:112
Los Angeles Lakers – Detroit Pistons 113:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert