Dagur sterkur í góðum sigri

Dagur Kár Jónsson átti góðan leik.
Dagur Kár Jónsson átti góðan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur Kár Jónsson átti fínan leik fyrir Flyers Wels sem vann góðan 115:81-útisigur á Vienna Timberwolves í efstu deild Austurríkis í körfubolta í dag. Dagur skoraði 14 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 16 mínútum. 

Dagur og félagar eru í áttunda sæti deildarinnar með 12 stig, fjórum stigum á eftir sjötta sæti, en efstu sex sætin fara í úrslitakeppnina og keppast um Austurríkismeistaratitilinn. 

mbl.is