Sterkur sigur Vestra á Fjölni

Vestri vann mikilvægan sigur á Fjölni.
Vestri vann mikilvægan sigur á Fjölni. mbl.is/Árni Sæberg

Vestri vann mikilvægan 88:67-sigur á Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Fjölnir var með 17:12-forystu eftir fyrsta leikhlutann en Vestramenn svöruðu með sigri í næstu þremur leikhlutunum og lönduðu að lokum öruggum sigri. 

Jure Gunjina skoraði 26 stig og tók 14 fráköst hjá Vestra, Nemanja Knezevic skoraði 22 stig og tók 21 frákast og Nebojsa Knezevic skoraði 18 stig. Srdan Stojanovic var stigahæstur hjá Fjölni með 20 stig og Róbert Sigurðsson bætti við 18 stigum. 

Þór Akureyri er í toppsæti deildarinnar með 26 stig, Höttur í öðru sæti með 22 stig, eins og Fjölnir og þar á eftir kemur Vestri með 20 stig. Efsta lið deildarinnar fer upp um deild og sæti 2-5 berjast um eitt laust sæti í umspili. 

Vestri - Fjölnir 88:67

Ísafjörður, 1. deild karla, 11. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 4:6, 4:6, 6:13, 12:17, 16:20, 31:21, 39:26, 43:30, 46:36, 52:42, 59:45, 63:47, 67:54, 75:62, 85:67, 88:67.

Vestri: Jure Gunjina 26/14 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 22/21 fráköst/3 varin skot, Nebojsa Knezevic 18/7 fráköst/9 stoðsendingar, Guðmundur Auðun Gunnarsson 6, Hugi Hallgrímsson 5/4 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 5, Adam Smári Ólafsson 4/4 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 2.

Fráköst: 36 í vörn, 17 í sókn.

Fjölnir: Srdan Stojanovic 20, Róbert Sigurðsson 18/6 fráköst, Marques Oliver 9/8 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Davíð Guðmundsson 3, Hlynur Logi Ingólfsson 2, Rafn Kristján Kristjánsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frímannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert